Leikstjóri
Fréttir
Tenglar

Hjartanlega velkomin á vefsíðuna mína!

    Loksins dreif ég í þessu!  Vefsíðan er svaka einföld, svona til að byrja með, er ekki best að byrja þannig?!  Mig langaði til að segja ykkur eitthvað frá mér sjálfri, hver ég er osfv.  Ég búin að vera að reyna að átta mig á því alla mína ævi og er búin að fara á mörg námskeið og fyrirlestra og lesa og stúdera mikið!  En ... ég veit ekki alveg ennþá hver ég er!  Hvernig kemst maður að þessu? Jú maður skoðar kannski hvað manni líkar; áhugamál osfv.  Við hvað maður starfar og hvaða áherslur maður hefur í lífinu.  Það getur meðal annars verið það sem segir manni hver maður er!

    Ég hef mikinn áhuga á andlegum málum og hamingjuleit almennt.   Þessvegna hef ég kannski farið útí að vinna við að gleðja fólk, dansa magadans; sem er ákveðin tegund af hugleiðslu og halda hin ýmsu námskeið og fyrirlestra um listina að bæta líf sitt.